laugardagur, október 08, 2005

Mömmu finnst ég ekki nógu dugleg að blogga og það er svo sem alveg satt en um hvað á kona að skrifa þegar hún er "einstæð" móðir sem liggur í krankheitum og les Ísfólkið til að þurfa ekki að reyna á heilann? Ég hef ekki haft orku í að hanga á netinu eða horfa mikið á sjónvarpið en ég afrekaði þó að sjá batsjelorinn í gær. Það var gaman. Ég held með þeirri sem sagði "Steini, þú veist hvað þú átt að gera!" þó ég muni ekkert hver það var. Sú sem sagðist koma sterklega til greina að fá ekki rós... tja... nóg um batsjelorinn sem mátti ekki heita Piparsveinninn en þátttakendur og stjórnendur nota samt íslenska orðið markvisst.

Eiginmaðurinn er búinn að vera á flandri með kúbverskum ráðherrum en ég endurheimti hann seint í gærkvöldi, hafði hann heimboð til Kúbu og ekta Havanavindla í fórum sínum. Minn bíður áramótanna.

Ég vil vekja athygli á að ég skráset merkileg móment í lífi sonar míns, hann á hlekk hér til hliðar. Sko mamma, ég er búin að blogga fullt í vikunni.

Nú ætla ég að fara og segja nei við sameiningu sveitarfélaga í Ölfusi og Flóa.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker