miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Ji hvað mig kitlar!

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
1. Klára ritgerðina
2. Eignast a.m.k. eitt barn í viðbót
3. Skoða Macchu Picchu
4. Verða virðuleg fræðikona
5. Finna sjálfa mig
6. Kynnast fleira fólki
7. Verða rík


7 hlutir sem ég get
1. Skrifað ritgerðir
2. Talað út í eitt
3. Farið í handahlaup
4. Farið ein í bíó eða til útlanda án þess að leiðast eða skammast mín
5. Sagt nei
6. Sungið í kór
7. Elskað

7 hlutir sem ég get ekki
1. Borðað svið
2. Lifað án vina og fjölskyldu
3. Hlustað á Hemma Gunn á Bylgjunni á sunnudögum
4. Hlaupið hratt
5. Beðið eftir að fara til Kaupmannahafnar
6. Gengið á mjög háhæluðum skóm
7. Lifað án internetsins

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1. Fagurlega mótaðar og kraftalegar hendur
2. Útgeislun
3. Húmor
4. Yfirvaraskegg (þó að maðurinn minn harðneiti að safna)
5. Gáfur
6. Munnsvipur
7. Manngæska

7 frægir karlmenn sem heilla mig
1. Kris Marshall
2. Alex Kapranos
3. Joaquin Phoenix
4. Christian Bale
5. Hugh Laurie
6. Robbie Williams
7. Biggi í Maus

7 orð eða setningar sem ég segi oftast
1. Já
2. Nei
3. Leifur
4. Þór
5. Veistu hvar … er?
6. Kannski
7. Jæja

7 manneskjur sem ég ætla að kitla
1. Ása Lára
2. Kaffikella
3. Steini bróðir þó hann sé ekki bloggari
4. Hjördís
5. Parísardaman
6. Inga Hlín
7. Hryssa

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker