sunnudagur, febrúar 12, 2006

Ég trúi því að maðurinn sé fæddur góður en stundum þarf ég að beita mig hörðu til að missa ekki trúna. Í dag er svoleiðis dagur, fréttamyndir í fjölmiðlum, sögur af fólki og framkoma sumra hefur hrist illilega upp í mér og ég veit ekki alveg hvernig ég á að losna við ógleðina sem er að magnast upp innra með mér. Eins gott að eiginmaðurinn er að heiman því annars fengi hann líklega eitthvað yfir sig sem hann á ekki skilið.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker