þriðjudagur, mars 21, 2006

Nú er búið að sýna söng- og gleðileikin fjórum sinnum og alltaf fyrir fullu húsi, það er býsna gott. Síðasta sýning í bili verður á laugardaginn og þeir koma að sjá hana eru ákaflega lánsamir þar sem bæjarstjóri Þorpsins, Ólafur Áki fjallagarpur, ætlar að elda eitthvað gott handa þeim fyrst og svo verður dúndrandi ball á eftir, semsagt svona Broadway stemmning.

Það er einhver Lukka farin að gera sig heimakomna í kommentakerfinu mínu og sú hegðar sér svolítið eins og ég eigi að þekkja hana, ég er ógeðslega forvitin. Er það kannski hin eina sanna Lukka hrukka? Ef ekki gefðu mér þá vísbendingu, plís!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker