fimmtudagur, september 14, 2006

Ég dirfðist að benda vinkonu minni, apanum í tekinu, á að prófa blogspot og nú get ég ekki lengur kommentað á blogsentralpunkturis síðuna hennar. Fyrr má nú a*******ns (mömmu finnst ég blóta of mikið og eins og áður hefur komið fram þá geri ég nánast allt fyrir hana) fyrr vera! Ég get a.m.k. upplýst það að það er kominn einfaldur og þægilegur fítus til að setja myndir inn á blogspot, hvort sem þær eru manns eigin eða þjófstolnar af alnetinu.

Rokkstjörnuúrslitin voru fyrirséð en ekki er hægt að segja annað en að Magni hafi staðið sig með prýði, Lúkas og Toby unnu á eftir því sem leið á keppnina þótt mér finnist Toby kannski ekkert æðislegur tónlistarmaður þá er hann samt fyndinn og fær rokkprik fyrir það. Dilana skeit svolítið í skóna sína með ummælum um aðra keppendur og vanþekkingu á rokki en samt sem áður á hún bestu frammistöðuna; Ring of fire.

Ég keypti diskinn hans Péturs Ben í fríhöfninni og líkar vel, það besta við hann er samt að foreldrar mínir og bróðir fá sérstakar þakkir á umslaginu fyrir þolinmæði. Nú ætla ég samt að skipta og setja tiltektardiskinn á, Life is too good, eftir mikla leit fékk ég hann loks fyrir kúk og kanil hjá dr. Gunna í "sumar" og það á sjálfan afmælisdaginn.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker