mánudagur, september 11, 2006

*klapp klapp klapp*
Það er boðið upp á heitan mat í skóla snillingsins og hollusta er höfð í fyrirrúmi. Okkur þótti mjög hentugt að kaupa handa honum mat þann stutta tíma sem hann var í skólanum fyrir sumarfrí og ákváðum að halda því áfram, fyrstu þrjá dagana á nýju skólaári þurftum við samt að senda drenginn með nesti og ég lagði töluverðan metnað og vinnu í að senda hann með eitthvað hollt sem héldi honum gangandi allan daginn. Snáðinn skildi samt ekki hvers vegna hann mátti ekki fá snakk í nesti eins og aðrir bekkjarfélagar hans. Mér finnst ótrúlegt að meirihluti foreldra velji að senda börnin með rusl í skólann á hverjum degi þegar boðið er upp á fína máltíð, ég tala nú ekki um eftir að það var sett í lög að skólamatur væri mannamatur.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker