föstudagur, október 06, 2006


Það er alltaf spennandi þegar skáldverk skapa umræðu í þjóðfélaginu eins og hefur sannarlega gerst með Draumalandið hans Andra Snæs. Ég er samt ekki sannfærð um að iðnaðar- og viðskiptaráðherra sé endilega rétti maðurinn til að gagnrýna skáldverk opinberlega, hann kvartar hálfpartinn yfir því að höfundur hafi skoðun á málinu en það er með öllu óréttmætt þar sem Andri skrifar þessa bók ekki sem hlutlaus blaðamaður heldur sem persóna. Ég hvet ferðamenn til að færa mér bókina þar sem ég á reyndar á ég sjálf eftir að lesa hana. Líklega er ég algjör hræsnari núna og því algjörlega óhæf til að gagnrýna Jón Sigurðsson...

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker