föstudagur, október 06, 2006

Til eru vefsíður um allan fjárann, m.a. trúleysi. Það er gott og blessað. Bloggari nokkur stakk upp á að gera vefsíðu tileinkaða trú. Það er líka gott og blessað. Best leist mér þó á hugmynd í kommentakerfi bloggarans um þvertrúarvef. Það væri gaman að sjá loks trúarbrögð sameinuð undir einu þaki þar sem þau eiga heima og trúleysingjar þyrftu eins að eiga sinn málsvara þar inni. Mér þætti frábært að sjá svona síðu en kannski gæti hún aldrei orðið annað en trúabragðafræðivefur. Ég er samt bjartsýn og trúi á jafnrétti og bræðralag, sama hvaða trúarhópi við tilheyrum eða ekki, sjálf trúi ég á hvíthærðan kall með sítt skegg sem ég lærði um í bænum bernsku minnar, mér þykir vænt um hann og honum um mig. Ríkisrekin kirkja er hins vegar barn síns tíma og ég yrði ekki sorgmædd þótt tengslin þar á milli yrðu rofin. Guð gaf okkur frjálsan vilja, líka þeim sem ekki trúa og okkur ber öllum að virða það.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker