þriðjudagur, október 17, 2006

Vegna athugasemda í kommentakerfinu vil ég koma á framfæri að væntanlegt barn er sveinbarn samkvæmt tveimur ómskoðunum. Pilturinn dafnar vel og sparkar fullmikið og það stefnir í að ég hætti að kalla hann Salómon og taki upp Jónas þar sem ég er að verða eins og hvalur í laginu. Snillingurinn fær reglulega hlátursköst þegar hann sér bera bumbuna af því að honum finnst ég svo feit! Eins gott að ég hef þykkan skráp.

Þessa dagana er eitthvað að herja á heilsuna, ég hélt í gærmorgun að ég væri að fá hálsbólgu en þegar á leið fattaði ég að þetta er í eyrunum. Hvað á það að þýða að fá í eyrun á gamals aldri?

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker