mánudagur, nóvember 27, 2006

Fólk er misánægt með afköst mín á bloggvellinum en málið er bara að það er ekkert að gerast. Ég lifi í mínum eigin heimi um þessar mundir og fréttir og annar heimsósómi bíta ekkert á mig. Ég er bara að reyna að undirbúa jólin og stússast í daglegri rútínu á meðan ég hef enn krafta til þess og auðvitað snýst öll mín tilvera um óléttuna enda er Salómon er farinn að fylla ansi vel út í innvolsið í mér.

Dótabúðaleiðangur í gær kom mér samt í vont skap. Stelpudót er ömurlegt og af hverju þarf það allt að vera bleikt? Strákadótið er miklu sniðugra og meira skapandi, það þarf engan að undra að jafnréttisbaráttan gengur ekki betur en raunin er. Ég held að tjallarnir séu samt einstaklega aftarlega á merinni, þið ættuð að sjá sjónvarpsauglýsingarnar sem dynja á okkur daglega... þegar ég hugsa málið þá sjáið þið heima þær örugglega líka með íslensku tali. Þetta veldur mér velgju.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker