laugardagur, nóvember 11, 2006

Litli bróðir er magnaður, hann tók tölvuna mína alveg í gegn og nú er hún eins og ný, heimilistölvan fékk einnig yfirhalningu og er nú nettengd og allt, gott ef hún fær samt ekki að fjúka bráðlega þar sem arftakinn er fundinn.

Ég er óttalega aum með hausinn fullan af hori en Salómon er hins vegar hress og virðist ætla að vera í stærri kantinum, a.m.k. í samanburði við bresk börn.

Leibbalingurinn er dásamlegur drengur og Bretarnir eru greinilega sammála því nánast daglega kemur hann heim úr skólanum með umsögn og umbun fyrir kurteisi og dugnað, hann sagði mér svo í morgun að hann ætti bestu mömmu í heimi.

Ég er lánsöm kona.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker