fimmtudagur, desember 21, 2006

Furðulegt veðurfar þessa dagana, allt á floti heima á klakanum og hér sést varla á milli húsa fyrir þoku. Vona að jólagestirnir mínir komist á leiðarenda á skikkanlegum tíma. Aðrir gestir, sem eitt sinn þóttu óttalegir vágestir, virðast þó ekki eiga í neinum vandræðum með að rata hingað þar sem sokkurinn hefur aldrei verið tómur að morgni. Ég er jafnvel að spá í að setja sjálf skó í glugga þegar Kertasníkir verður á ferð og vita hvort ég hafi ekki verið stillt stelpa, ég get að vísu ekki hrósað mér fyrir að fara snemma að sofa en líklega hef ég betri afsökun en margir aðrir.

Salómon er nú búinn að gera sig kláran til lendingar og gæti látið sjá sig hvenær sem er, ég vona samt að ég nái að kaupa jólagjöf handa eiginmanninum áður en stúfurinn kemur. Það má svo alveg bóka það að ég þarf að bíða í a.m.k. þrjár vikur í viðbót, er það ekki alltaf svoleiðis? Reyndar væri eitt stykki Salómon alls ekki slæm jólagjöf... eða... ætli hann vilji frekar peysu?

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker