sunnudagur, desember 31, 2006

Salómon lætur ekkert á sér kræla núna og ætlar greinilega að fæðast á nýja árinu, hann er augljóslega bráðvel gefinn.

Áramótafögnuður verður með öðru sniði hjá okkur en venjulega þar sem við erum boðin í veislu til uppáhalds nágranna okkar, allir gestir mæta með vínflösku og eitthvað að narta í og svo verður bara stuð eins lengi og orkan leyfir. Hér þarf því ekkert að hafa áhyggjur af einhverjum stórsteikum, grjóni er það eina sem verður eldað hér í dag. Eiginmaðurinn hefur svo hótað að skikka mig í stigahlaup og alls kyns æfingar eftir miðnætti svo Salómon missi nú af sem minnstu af komandi ári.

Ég þakka ykkur öllum kærlega fyrir ánægjulega samveru á þessu ári, hvort sem var í raun- eða bloggheimum og vona að 2007 verði ykkur gæfu- og gleðiríkt. Góða skemmtun í kvöld!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker