mánudagur, desember 18, 2006

Sjálf Grýla er farin að derra sig í kommentakerfinu mínu og ég veit ekki alveg hverju ég á að þakka þennan mikla heiður. Ég get fullvissað lesendur um það að glyðrufötin eru öll komin í kassa og verða ekki tekin upp á næstunni enda getur engin sómakær móðir og eiginkona látið sjá í bert hold.

Við fórum í heimsókn á herragarð um helgina, hittum fullt af skemmtilegum fólki og borðuðum rosa góðan mat. Ég fékk líka þessa ágætu fyrirvaraverki en krakkinn var bara aðeins að grína.

Jólagestirnir koma á föstudaginn og ég get hreinlega ekki beðið! Hlakka meira til komu þeirra en sjálfra jólanna og þá er nokkuð mikið sagt.

Grýlu er óhætt að loka jólaköttinn inni því ég keypti mér flík og henni er hollast að halda sig á skerinu því unglingurinn á heimilinu hefur verið óhemju stilltur. Hún má samt alveg óhrædd tjá sig í athugasemdum því einhver verður að ala mig upp, það veitir sko ekki af.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker