þriðjudagur, janúar 23, 2007

Þið eruð svona sniðug.

Leibbalingurinn er búinn að vera heima með flensu í viku en skal í skólann á morgun, við erum að verða geðveik. Ég hef lítið haft fyrir stafni annað en að sofa og eyða peningum, ég datt um þessi æðislega fínu leðurstígvél um helgina, lét verða af því að kaupa afmælisgjöf síðasta afmælisdags til mín fyrir hönd eiginmannsins og pantaði flug fyrir okkur öll til Íslands núna rétt áðan. Við ætlum að vera ógeðslega lengi þar sem skólapilturinn er akkúrat í löngu páskafríi. Nú þarf ég bara að fá vegabréf fyrir ungann svo hann verði ekki hirtur af mér á flugvellinum. Annars var hann vigtaður í dag og þykir dafna vel miðað við bresk börn, hvernig mætti líka annað vera, hann hangir á spena öllum stundum og er sko farinn að síga töluvert í.

Ég er reyndar pínu efins. Ætti ég að láta skíra Emil í þjóðkirkjunni eða vísindakirkjunni? Eða kannski bæði (hvorugt kemur ekki til greina)? Er ekki vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig ef það kemur svo á daginn að Tom Cruise er í alvöru álíka mikill spámaður og sjálfur Jesú? What to do, what to do...

Það lítur út fyrir að Þorp Satans sé að verða akkúrat það, Sódóma norðursins, miðað við fréttir síðustu daga. Vonandi mun heilagur Tom hrekja syndarana til helvítis þar sem þeir eiga heima. Amen.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker