fimmtudagur, febrúar 01, 2007


Ég get ekki annað en orðið við þeirri beiðni að setja inn mynd af Emil enda ótrúlega montin af honum. Þessi er nú samt c.a. tveggja vikna gömul og nýrri myndir verða að bíða betri tíma þar sem myndavélin er batteríslaus, lofa samt að það verður ekki of lengi.

Íslenska nemöndin er hér stödd og ég get svarið það, mig langar að eiga hana. Hún passar, ryksugar, setur í uppþvottavél, eldar OG er skemmtileg! Með hennar hjálp er jafnvel möguleiki á að mér takist að snúa sólarhringnum við og læðast aftur í heim lifenda.
Í dag skruppum við út vorið og önduðum að okkur tiltölulega ómenguðu lofti, stefnum svo að því að sukka all rækilega með súrefnið á morgun í tilefni þess að helgin er á næsta leiti. Móðir mín elskuleg er svo væntanleg á laugardag til að líta nýjasta afleggjarann augum.

Eftirfarandi skilaboð skrifaði eldri sonurinn til mín í gær:
"Ég elsga ðig rosalega mykið
frá Leifi."

Þetta er yndislegt líf.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker