miðvikudagur, júní 13, 2007
Rugluð Rás 2?
Það hefur aldrei verið launungarmál að Rás 2 er uppáhalds útvarpsstöðin mín og spjallþættir og fréttatengt efni er oftast býsna málefnalegt og gott. Það gerðist samt eitthvað nú rétt í þessu þegar ég var að hlusta á einhvern síðdegisþátt, það eru pappakassar við stjórnvölinn. Einum umsjónarmanni þáttarins fannst þetta blogg svo fyndið að hann mátti til með að lesa það í útvarpið og mæra óhóflega. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég heyri þessu líkt við mansal en mér finnst þetta bara svo einstaklega ófyndið að ég verð bara foj. Húmorsleysi og allt það en ég ræð bara ekki við þetta, mér finnst þrælasala bara nákvæmlega ekkert til að gera grín að. Höfundur bloggsins fer svo sem ekkert leynt með þá staðreynd að hann er kjáni en stjórnendur þáttarins eiga að vita betur. Fávitar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli