fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Komin heim

...fyrir nokkrum dögum, hef tekið síðustu daga í að ganga frá góssinu sem tróð sér í töskurnar mínar. Strákarnir mínir eru búnir að vera hálf slappir og keppast um athygli mína, bíllinn minn er sárlasinn en ég nenni ekki að sinna honum, neita bara að fara út úr húsi .

Ferðin var allt sem ég óskaði mér, ég hitti tvær yndislegar í Northampton en hefði gjarnan viljað hitta fleiri skvísur og komast á fleiri trúnó, það bíður betri tíma. Ferðafélagarnir voru æðislegir, ótrúlegt hvað maður kynnist sínum nánustu á nýjan hátt í öðru umhverfi.

Nú er jólaskapið farið að knýja dyra og ég sit hér sötrandi jólatúborg og japlandi harðfisk.
Yfir og út.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker