Ekki er hægt að segja að ég hafi staðið við loforðið um vikulegt blogg en hver veit hvað þorrinn ber í skauti sér.
Fyrir rúmum tveimur vikum lagðist ég undir geislann og lét laga meðfædda fötlun að eins miklu leyti og hægt er, sjónin er smám saman að lagast en er samt soldið skrítin enn.
Æfingar eru hafnar á barnaleikriti sem til stendur að frumsýna í apríl og eins er undirbúningur fyrir þorrablót bæjarbúa kominn á fullt.
Í næstu viku byrja ég svo aftur í byggðasafni Þorpsins og verð þar alla morgna eitthvað fram eftir vori a.m.k.
Þetta er líf mitt í hnotskurn um þessar mundir.
Sæl að sinni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli