miðvikudagur, janúar 02, 2008

Svei mér ef ég blogga ekki bara smá

Gleðilegt ár gott fólk! Takk fyrir allt gamalt.

Hér var rokna partý í gær og allir í góðum gír, fórum ekki að sofa fyrr en undir morgunn, úttroðin af mat og drukk. Og btw þá var skaupið gott.

2007 var að mestu gott ár en að sjálfsögðu stendur 6. janúar uppúr. Emil Hrafn er að verða eins árs og er dásamlegt barn eins og stóri bróðir, við hjónin erum lukkunnar pamfílar.

2008 verður gott ár, ég finn það í beinunum. Ég verð rík og fræg og tek mig gasalega vel út í bikiníi í sumar. Ég fer samt ekki í vax á árinu. Ég massa nokkuð sem hefur lengi bankað í bakið á mér. Gæti gildnað um mig miðja á síðari hluta árs en það verður vonandi ekki af súkkulaðiáti. Ég blogga a.m.k. einu sinni í viku.
Í þessari spá ræður óskhyggja ríkjum.

Þar til næst.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker