mánudagur, mars 03, 2008

Leikhús

Í gær brá ég mér í leikhús með krónprinsinum og skólafélögum hans. Við sáum Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu og er skemmst frá því að segja að þetta er alls ekki leikrit fyrir fullorðna. Börnin höfðu flest nokkuð gaman af en foreldrarnir dottuðu yfir sýningunni nema þegar Þórunn Lárusdóttir og/eða Árni BeinteinnÁrnason voru á sviðinu (sem var allt of sjaldan). Af einhverjum ástæðum voru tveir leikarar fjarverandi og afleysingafólk kom í þeirra stað, Katla Margrét Þorgeirsdóttir er fín leikkona en Baldur Trausti Hreinsson hefði alveg eins getað sleppt því að mæta, hann lagði ekkert til. Reyndar voru uppi getgátur um þynnku eða veikindi (hans sko... ekki samt Hans) en ég veit ekkert hvort það var eitthvað til í því.
Sjónrænt er þessi sýning listaverk, búningar og sviðsmynd algjörlega gullfalleg en það dugar því miður ekki til.

Helvítis hroki í manni alltaf hreint.

2 ummæli:

Kaffikella sagði...

það er svona að vera í leikfélginu í þorpi Satans! hehe

Nafnlaus sagði...

Djöfull er ég fegin að hafa setið heima maður!

 
eXTReMe Tracker