laugardagur, mars 01, 2008

Trall og tjútt í Borg Sársaukans

Við hjónin fórum í bráðskemmtilegt hlaupársafmæli í gær og lögðumst svo í mannlífsrannsóknir á Ölstofunni ásamt afmælisbarninu. Þar hitti ég gamlan vinnufélaga sem í eina tíð var efnismaður en hangir nú á börum og betlar sígarettur. Synd.

Veit einhver hvar ég fæ góðan lögfræðing? Ég ætla í mál við erkifíflið sem ákvað að það væri góð hugmynd að setja niður járnbólur í götur borgarinnar. Ég er hölt á báðum eftir að hafa snúið mig á ökkla og hoggið sundur annað hnéð svo sá inn að beini. Allt helvítis járnbólunum að kenna.

Borg Sársaukans á ekki upp á pallborðið hjá mér í dag, læt ekki sjá mig þar næstu mánuðina (að undanskilinni lítilli leikhúsferð á morgun) svo ef þið eigið við mig erindi þá megiði gjöra svo vel að gera ykkur ferð í Þorp Satans.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég veit um einn

Ljúfa sagði...

Talaðu!

 
eXTReMe Tracker