þriðjudagur, apríl 08, 2008

Frumsýning afstaðin

Ég hef víst ekki gefið mér neinn tíma til að upplýsa heiminn um tilveru mína vegna þess að ég er of upptekin við að lifa lífinu. Leikfélag Ölfuss frumsýndi fjölskylduleikritið Mómó eða skrýtin saga um tímaþjófana og barnið sem frelsaði tímann úr klóm þeirra síðasta laugardag. Sýningar helgarinnar gengu glimrandi vel en fólk mætti vera duglegra að kaupa sér miða.

Enn einu sinni er skítapest mætt í húsið, krónprinsinn er búinn að vera með háan hita síðan á fimmtudag og sá litli síðan á laugardag. Aumingja börnin mín eru bara sárlasin og vesöl og ósköp lítið sem ég get gert fyrir þau. Hundleiðinlegt alveg.

Allir að mæta í leikhús um næstu helgi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Engin með viti hættir sér á svæðið þegar svona leikhúsbaktería herjar á lýðinn.

Ljúfa sagði...

Það er líka algjörlega ónauðsynlegt að mæta með vitið.

 
eXTReMe Tracker