fimmtudagur, janúar 05, 2012

Fýlupúkinn

Íslenskt samfélag er óstjórnlega leiðinlegt þessi misserin. Það er magnað (eða hitt þó) að fylgjast með fréttamiðlum og athugasemdadálkum þeirra því fólk hikar ekki við að segja það sem því sýnist um hvern sem er, satt eða logið og helst ekkert fallegt. Miðað við þetta lítur út fyrir að það séu eintómir eiginhagsmunaseggir, fávitar og karlrembur (af báðum kynjum) sem byggja landið. Venjulegt fólk missir pínulítið vit við hvern lestur og verður á endanum samdauna. Held að okkur sé ekki við bjargandi. Ógeðslega leiðinlegt Ísland. Djöfull nenni ég þessu ekki.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker