þriðjudagur, janúar 10, 2012

Kvöldmatur

Alsæl dóttir mín sagðist hafa fengið rjóma í kvöldmatinn í gær. Ég hló og trúði henni mátulega enda veit ég að eiginmaðurinn er fullfær um að næra börnin þótt ég bregði mér af bæ. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að kvöldmáltíðin samanstóð af soðnu pasta með tómatsósu og súkkulaðibúðingi með rjóma. Þetta þótti víst hin besta veisla.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker