sunnudagur, september 28, 2003

Dýrin í Hálsaskógi gera líka do do!

Ég get svo svarið það! Einhvern veginn er maður ákaflega fastur í gömlu útgáfunni, þessari með Bessa og Árna. Ég er viss um að það var ekkert do do í þeirri uppfærslu. Nú er reynt að gera barnaleikrit foreldravæn, í þessari sýningu eru þó nokkrir brandarar sem höfða eingöngu til fullorðinna. Ég veit ekki hvort mér finnst það fyndið eða ósmekklegt. Einhvern veginn finnst mér ekki alveg nógu fyndið að tvær tegundir eðli sig saman en það er kannski bara ég. Ég held samt að ég hafi alveg hlegið að þessu meðan á því stóð.

Hvers vegna í ósköpunum getur fullorðið fólk ekki haldið kjafti í leikhúsi? Fyrir aftan okkur Þór sat fullorðin kona með barnabörn sín. Alla sýninguna talaði hún út í eitt, hún sagði t.d. hálfu leikhúsinu hvað værið um það bil að gerast ALLAN TÍMANN! Hver hleypir svona fólki inn? Það keyrði þó um þverbak síðustu 20 mínúturnar þegar hún hóf beina lýsingu á sælgætisáti barnabarnanna auk þess að kynna þekkingu sína á atburðarrás leikritsins. Það ætti að setja svona fólk í tveggja sýninga bann.


Ég held að ég hafi ýkt aðeins í gær þegar ég sagðist vera að yfirvinna geitungahræðsluna. Við mæðginin sátum yfir barnaefninu í morgun þegar lítið kvikindi nálgaðist skyndilega sófann. Leifur hló og sagði: "Þetta er bara lítil fluga!" og ég samsinnti því. Þrátt fyrir það þá rukum við bæði upp og þeyttumst inn í herbergi þar sem betri helmingurinn lá sofandi. Við hoppuðum oná honum og gáfum engin grið fyrr en hann var kominn fram úr til að gera viðeigandi ráðstafanir. Á meðan lágum við mæðgin og hlógum að því að við værum algjörar skræfur. Sem sé, geitungarnir eru enn pínu skerí. Ég hringdi samt ekki í Þór í vinnuna þegar geitungurinn kom inn um daginn. Ég njósnaði bara um hann, elti hann út um alla íbúð og mátti hafa mig alla við að verða ekki á vegi hans. Það endaði þó með því að hann hypjaði sig út og ég gat sest niður aftur.


Ég er að horfa á Sigmund og Jakob Frímann, ég hef aldrei tekið eftir því hvað Jakob er með skrítið nef.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker