mánudagur, október 20, 2003

Þegar ég fór að sækja linginn á leikskólann mætti mér kona sem sagði:

"Heitir þú ekki Árný?"

Ég undraðist mjög þar sem ég kannaðist ekkert við hana og hún hefur sko örugglega séð það á mér því að hún flýtti sér að kynna sig. Hún heitir semsé Hulda og sagðist hafa kennt mér íþróttir í fyrsta bekk í MA fyrir LÖNGU SÍÐAN! Ég sem er nýútskrifuð úr menntaskóla! Hún var líka með einn bekk í umsjón. Ég man ekkert eftir henni og skil ekki hvernig í ósköpunum hún man eftir mér þar sem ég mætti nánast ekkert í íþróttir þennan vetur vegna slæmsku í ökkla og gifs á fæti og þurfti að skrifa ritgerð til að ná áfanganum. Hún sagðist hafa kveikt um leið og hún sá mig því að ég hefði sko ekkert breyst síðan í fyrsta bekk í menntó! Komm on, ég var sextán, það eru þrettán ár síðan þá! Á ég að taka þessu sem gullhömrum eða...

Mér þætti ógurlega gaman að heyra frá ykkur lesendur góðir, bæði um það hvort þetta voru eðalmálmhamrar og eins ef þið eigið í sarpi ykkar reynslusögur af áður nefndri Huldukonu eða sögusagnir.


Ástarkveðjur.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker