laugardagur, október 18, 2003

Ég fór í fyrstu fis flugferðina í dag og það var sko æði. Ég tók myndir sem koma kannski einhvern tíma inn á Sléttusíðuna. Ég flaug meira að segja sjálf og þyki mikið efni í flugmannaheiminum. Við flugum yfir Vatnsleysuströndina og sáum milljón eyðibýli og enn fleiri sóðabýli. Það er nefnilega með ólíkindum hvað er mikið drasl í kringum flest húsin þarna. Þetta er algjör skandall því landslagið er virkilega fallegt. Það þyrfti að halda eina góða áramótabrennun þarna, hún yrði stór því brennið er engan vegin af skornum skammti. Við sáum líka hraunið og ég er ekki frá því að ég hafi séð glitta í Geirfinn (eða var þetta kannski bara Leirfinnur?).

Dagurinn hætti ekki að vera skemmtilegur þegar flugferðinni lauk því við mæðginin buðum okkur í mat á Langó. Mamma bað mig að koma við í búð fyrst og hvað haldiði að ég hafi fundið í búðinni? Þið getið svarað þessu á sjátátinu mínu og ég skal gefa ykkur vísbendingu: ég var ótrúlega glöð og keypti mikið af því.

Góða nótt.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker