miðvikudagur, október 01, 2003

Þeir sem nota háskólanetið hafa eflaust orðið varir við að nú getur maður ekki lengur farið beint af forsíðunni inn í tölvupóstinn. Nú er þetta orðið svoleiðis að maður þarf fyrst að fara inn á sínar síður/vefkerfið, til þess þarf að slá inn notendanafn og lykilorð. Þegar maður er kominn inn á vefkerfið þarf að velja vefpóstinn og aftur þarf að slá inn notendanafn og lykilorð. Það þarf sem sé að slá tvisvar inn nn og lo. Á forsíðunni eru nú tvær leiðir inn á vefkerfið en engin á póstinn. Áður var ein leið inn á hvort. Mér þykir töluvert óhagræði af þessari krókaleið og þess vegna sendi ég vefstjóra póst til að spyrja hverju þetta sætti. Þetta er svarið sem ég fékk:

Sæl, hann er hluti af vefkerfinu og einfaldast að fara þá leið, ekki
satt? Með góðum kveðjum, Friðrik Friðrik Rafnsson Vefritstjóri Háskóla
Íslands


Þetta er svarið sem ég sendi honum til baka:

Mér fannst reyndar einfaldara að komast í hann beint af forsíðu og að
þurfa aðeins að slá inn notendanafn og leyniorð einu sinni.


Þetta sendi ég honum í gær og hef enn ekki fengið svar. Er þetta bara ég? Finnst engum öðrum þetta skrítið? Mér fannst þetta t.d. frekar hrokafullt svar sem ég fékk. Jæja, ég ætla svo sem ekki að fara að dissa neinn hérna, það er ljótt.

Vefsíða dagsins er í svipuðum stíl og hinar tvær, mig langar að biðja ykkur að taka sérstaklega eftir slettunum á gula veggnum. Legókubbar eru greinilega til margra hluta nytsamlegir.

Mig langar brjálæðislega í saltpillur.

Ætli bókmenntafræðingum finnist saltpillur góðar?

Góða nótt.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker