föstudagur, desember 19, 2003

Jæja, nú er helv. törnin að verða búin, ég hugsa að ég eigi eftir að sofa í sólarhring þegar verkefnavinnu líkur. Ég ákvað að taka mér smá hlé í dag og skrifaði nokkur jólakort. Það eru samt ansi mörg eftir. Hér er listi yfir allt sem ég á eftir að gera áður en jólin mega koma:

1. klára að skrifa jólakort
2. kaupa næstum allar jólagjafirnar
3. finna spariskyrtu á son minn
4. Leggja af um 5 kíló
5. laga til og þrífa
6. kyssa kallinn minn sem aldrei er heima
7. skreyta
8. ákveða jólamatinn
9. versla
10. senda jólakort og pakka
11. koma öllum hinum pökkunum á sinn stað
12. slaka á
13. fara á tvö bókasöfn og skila bókum
14. verða brún
15. sofa
16. sofa
17. sofa
18. sofa
19. sofa
20. sofa

Haldiði að ég hafi þetta allt af?

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker