þriðjudagur, desember 30, 2003

Mér tókst að klára öll atriðin á listanum nema 4 og 14. Ég hugsa að ég hafi bara nr. 4 fyrir áramótaheit en hvað 14 varðar þá á ég ágætis brúnkukrem sem ég tek líklega fram í kvöld svo ég verði glimmergella í bleika dressinu annað kvöld.
Jólin eru búin að vera svona hjá mér:
1. sjúklega góður matur á aðfangadagskvöld og fallegar gjafir.
2. jólaboð hjá tengdó
3. skautaferð, nýju skautarnir fara mér ótrúlega vel
4. jólaboð á Langó
5. skíðaferð, það kostar morð fjár að leigja skíði
6. Hilmir snýr heim í boði Landsbankans
7. kaffiboð á Vitastíg
8. svefn
9. svefn
10. svefn


Kæru vinir og fjölskylda, ég þakka ykkur öllum fyrir góðar stundir á liðnum árum og vona að guð og gæfan vaki yfir ykkur á árinu sem nú ber að dyrum.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker