laugardagur, janúar 10, 2004

Jæja gott fólk (og sumt vont líka). Ég vona að þið hafið klórað ykkur nokkuð í kollinum yfir síðustu færslu.

Það er tiltölulega tíðindalaust á vesturvígstöðum þessa dagana og það sem hefur gerst kemur ykkur ekkert sérstaklega við.

Það er lenska í bloggheimum að birta lista yfir markverða atburði síðasta árs en ég nenni því ekki, sérstaklega vegna þess að það eina merkilega sem gerðist í mínu lífi er að ég var gefin unnusta mínum til margra ára fyrir augliti guðs og manna og kvenna og barna.

Ég vil enda þennan pistil á því að óska Drífu vinkonu minni til hamingju með árin þrjátíu, skál fyrir þér Drífa mín!

Bless, ég er að fara í ammæli.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker