mánudagur, febrúar 09, 2004

Fartölvan mín er lasin um þessar mundir og því hef ég lítið nennt að færa hér inn síðustu daga. Ég er orðin hálf fötluð á venjulegt lyklaborð en ætli ég verði ekki að láta mig hafa það þar sem mín elskaða fartölva er á tölvusjúkrahúsi og verður þar nokkra daga í viðbót.

Síðasta föstudag hitti ég mann sem hafði mikil áhrif á mig. Hann verður 99 ára gamall eftir nokkra daga og er enn alveg eldklár í kollinum, man ártöl og atburði eins og gerst hafi í gær. Þessi maður missti konuna sína fyrir fáeinum árum en ástin og virðingin skein af honum þegar hann talaði um hana. Hver sá sem fær svona eftirmæli hefur greinilega lifað góðu lífi í þeim skilningi að hafa haft djúp áhrif á samferðamenn sína, enda var þessi kona enginn aukvisi, hún var eldklár og dugleg og barðist fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín. Einhverra hluta vegna hef ég ekki getað hætt að hugsa um þessi hjón og ég held bara, svei mér þá, að ég hafi öðlast nýja trú á ástina og lífið og það allt.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker