fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Á Þriðjudaginn komst ég í tæri við flæðilínu í fyrsta skipti í tæp 10 ár. Ég er þó ekki farin að vinna í frystihúsi aftur heldur var átti ég viðtal við einn af eigendum fiskvinnslunnar. Ég verð að játa að lyktin vakti upp margar skemmtilegar minningar enda oft glatt á hjalla við flæðilínurnar hjá ÚA, sem betur fer mundi ég líka eftir vöðvabólgu, kvefi, fótafúnun, þreytu og öðru slíku sem fylgdi starfinu og bjargaði það mér frá því að taka mér hníf í hönd og byrja að snyrta eða pakka í fimm pund.

Ég er búin að tala við fólk á öllum aldri í mörgum stéttum atvinnulífsins s.s. lækni, húsgagnasmið, sveitastóra, alltmuligtmann, lyftarainnflytjanda, bónda, bankastarfsmenn o.s.frv. Það er með ólíkindum hvað fólk er tilbúið að hleypa mér, bláókunnri manneskjunni, inn í líf sitt bara vegna þess að það á það sameiginlegt að hafa átt viðskipti við sama fyrirtækið.

Yfir í aðra sálma...
Mamma á afmæli í dag og ég mæli með því að þið syngið afmælissönginn fyrir hana ef þið hittið hana á förnum vegi.

Elsku mamma, til hamingju með daginn!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker