fimmtudagur, apríl 29, 2004

Það er ekki hægt að segja að ég hafi verið sérlega aktív í blogginu að undanförnu og mér dettur ekki í hug að fara að afsaka það, ég blogga bara þegar mér sýnist og hef eitthvað að segja.

Vá! Þetta hljómar eins og ég sé ógeðslega reið! Samt er ég ekkert reið, eiginlega bara frekar glöð. Ég var soltið reið um daginn en nú finnst mér flestir vera að verða skemmtilegri með hverjum deginum. Hvernig er hægt að finnast lífið leiðinlegt þegar næstum fimm ára strákur fræðir mann um risaeðlur, háhyrninga og kóngulær? Ég hlæ bara inni í mér af kæti.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker