föstudagur, nóvember 05, 2004

Mér finnst gaman að leika mér að "next blog" hnappinum. Í dag gerði ég stutta athugasemd við blogg bláókunnugs útlendings, eiginlega var þetta hrós. Ég kíkti aftur á síðuna áðan til að athuga hvort hann hefði eitthvað við mína athugasemd að athuga. Hann hafði það svo sannarlega. Það var búið að endurskrifa athugasemdina mína allrækilega, taka út setningu og bæta inn stafsetningavillum og málvillum. Ég á ekki til eitt einasta orð! Það eina sem mér dettur í hug er samsæri!

1 ummæli:

hrafnaspark sagði...

Hrafnasparkari gerðist hermikráka og gerði það sama og þú, Það var Bandaríkjamaður sem var svo lánsamur að fá comment. Nú er bara að sjá hvort sá svari og hvernig.
Þetta er annað commentið sem ég hef sett hér, er samt ekki mikið í því að blandast inná aðra, enn sem komið er.
En ég les mikið og líka margar bloggsíður. Þín er skemmtileg og sniðug. Maður er nú bara svo til ný byrjuð/aður að blogga. Hef verið að fást við annarskonar skriftir... svo það var kominn tími til að vafra bara ekki um á netinu, heldur pára þar eitthvað inn sjálf/ur.

 
eXTReMe Tracker