föstudagur, nóvember 05, 2004

Mér finnst gaman að leika mér að "next blog" hnappinum. Í dag gerði ég stutta athugasemd við blogg bláókunnugs útlendings, eiginlega var þetta hrós. Ég kíkti aftur á síðuna áðan til að athuga hvort hann hefði eitthvað við mína athugasemd að athuga. Hann hafði það svo sannarlega. Það var búið að endurskrifa athugasemdina mína allrækilega, taka út setningu og bæta inn stafsetningavillum og málvillum. Ég á ekki til eitt einasta orð! Það eina sem mér dettur í hug er samsæri!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker