miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Nú keppast menn við að lýsa vonbrigðum eða ánægju með nýjustu tölur í Bandaríkjunum. Ég tala sjaldan um dægurmál á blogginu mínu þó að ég fylgist svo sannarlega með þeim. Einhverra hluta vegna er mér bara ekki vel við það, sérstaklega þar sem skoðanir mínar eru ekki alltaf vel ígrundaðar, ég nota líklega hjartað meira en hausinn og á kannski ekki alltaf innistæðu fyrir skoðunum mínum. Ef ég væri í pólitík væri ég líklega Kolla Halldórs, hún er góð og greind kona en hugsar oft of mikið með hjartanu en ég heillast einmitt af svoleiðis stjórnmálamönnum, fólki sem verður í alvörunni reitt vegna þess að því finnst farið illa með menn eða málefni. Bara í þetta eina skipti ætla ég að segja frá því að ég vil að allir fái mannsæmandi laun, jafnan rétt til menntunnar og heilsugæslu og jafnrétti kynjanna. Ég er svo sem ekki alveg viss hvort Kerry er betri kostur en Bush en sá fyrrnefndi virðist hafa mildari afstöðu til hitamála eins og Íraksstríðsin og samkynhneigðar og þess vegna er ég súr yfir líklegum sigri barnamorðingjans í Hvíta húsinu.

Lifi byltingin!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker