laugardagur, desember 11, 2004

Hildigunnur er sigurvegari getraunarinnar. Það var Beth sem söng svo átakanlega til eiginmannsins Nataníels þegar hann var í þann mund að missa trúna á mannkynið. Beth dó þegar marsbúadrasl (þið megið gjarnan finna gott orð yfir cylinder sem inniheldur marsbúa og þeirra dót) lenti á húsinu sem þau höfðu leitað skjóls í.

Þetta er að sjálfsögðu úr tónverkinu sem byggt er á sögu H. G. Wells, The war of the worlds. Ég hef aldrei lesið sjálfa söguna en myndasöguna las ég oft á mínum yngri árum. Ég var fimmtán ára þegar ég uppgötvaði fyrir alvöru tónverkið þar sem Richard Burton, Julie Covington, David Essex og Phil Lynott fara meðal annarra á kostum. Frændi minn lánaði mér plötuna og ég spilaði hana nánast í gegn á gömlu Schneider fermingagræjunum. Átján ára fann ég geisladiskinn á markaði og að sjálfsögðu keypti ég þá, þrátt fyrir að ekki væri til geislaspilari í húsinu, ég mátti bíða eftir honum í tvö ár. Þetta var semsagt fyrsti geisladiskurinn sem ég eignaðist (nr. tvö var Le double vie de Veroniqe).

Beggi sannar það enn og aftur að hann er ágætlega gefinn þar sem hann einn virðist vita að Tom Cruise kemur nálægt endurgerð Steven Spielberg á kvikmyndinni. Lesiði ekki slúðurdálkana í dagblöðunum?

Þið hafið örugglega öll heyrt um uslann og ofsahræðsluna sem greip um sig á hrekkjavökunni 1938 þegar leikinni útgáfu Orson Welles var útvarpað í Bandaríkjunum, meira um það hér.
Ég fann söguna á netinu og hef hugsað mér að lesa hana um jólin. Hér er smá glaðningur handa ykkur.

3 ummæli:

Ljúfa sagði...

Já, ég hef alltaf átt dáldið erfitt með að sætta mig við hann.

SewPolkaDot sagði...

Vá, takk fyrir flottan glaðning :)

Steinsen sagði...

Algjört meistaraverk! Hef hlustað á þetta frá því að ég var krakki. Er reyndar svo heppinn að eiga upptökuna með Orson Welles frá '38. Mjög áhugavert að hlusta á þó að mar endist svo sem ekki lengi.

 
eXTReMe Tracker