þriðjudagur, janúar 18, 2005

Já, ég fór að sjá Edith Piaf. Í einu orði sagt þá var þetta Lífsreynsla. Fram að hléi barðist ég við tárin. Í hléinu hálfpartinn flúði ég konurnar góðu til að koma skikki á hugsanirnar. Ég hitti stúlku sem ég kannast við og gat eiginlega ekki talað við hana, ég var bara alveg í rusli. Þegar sýningin hófst aftur hvarf ég inn í annan heim og undir það síðasta var ég farin að hágráta og hreinlega barðist við ekkann. Að sýningu lokinni var allur maskarinn og horfinn úr andlitinu. Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa áhrifunum svo að ég er hætt að reyna það. Ég veit ekki hvers vegna ég brást svona við, sýningin er vissulega sorgleg en þetta var eitthvað svo ýkt. Ég hugsa að það sé ástæðulaust fyrir mig að fara í leikhús framar, það toppar þetta ekkert.

P.s. Þessi færsla var skrifuð nokkrum mínútum eftir þá síðustu, ég gleymdi bara að henda henni inn. Ég ýkti hana ekki nokkurn skapaðan hlut, ótrúlegt en satt.

2 ummæli:

Hildigunnur sagði...

já, hún Brynhildur er sko ekki sem verst...

Ljúfa sagði...

Það segirðu sko alveg satt. Verst að hún á líklega aldrei eftir að fá annað hlutverk sem hæfir henni svona ótrúlega vel.

 
eXTReMe Tracker