mánudagur, janúar 10, 2005

Síðustu daga hef ég verið í óvæntu fríi og ég nenni engu. Það kemur sjálfri mér þess vegna ótrúlega á óvart að ég hafði mig upp úr sófanum í síðustu viku og fór í bíó. Ég fór fram á ystu nöf með Bridget og skemmti mér konunglega, þó að myndin sé allt öðruvísi en bókin (venjulega pirrar það mig ósegjanlega). Ég er búin að lesa Kleifarvatn, Belladonnaskjalið, Rauða úlfinn og Á villigötum. Ég er búin að sofa alltof mikið og borða allt of mikið og fara tvær ferðir á útsölur. Ég kom úr annarri ferðinni með þurrkara og hinni með fögur fyrirheit um að hefja líkamsrækt. Í gær fór ég með litla bróður á skíði í Skálafelli, eftir einn og hálfan tíma í röð, náðum við tveimur ferðum. Í gærkveldi fór ég ásamt góðum konum á Vegamót og gleymdi um stund fyrirheitunum um fegurra líkamsform, að máltíð lokinni fórum við í Leikhús og sáum Edith Piaf ( þarf eiginlega sér færslu til að lýsa því).

Ég sé að þó að ég nenni engu þá hef ég gert ansi mikið svona miðað við mig.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, hvað þú ert búin að vera aktív. Ætla að breyta áramóta heitinu mínu í að vera eins og þú!!

kveðja
slr

 
eXTReMe Tracker