miðvikudagur, mars 16, 2005

Sambíóin bjóða mér öðru hvoru að sjá forsýningar á hinum og þessum myndum fyrir spottprís, nú síðast fékk ég boð á Ring 2. Sénsinn að ég þori að sjá þessa mynd í bíó! Fyrri myndina horfði ég á í rúminu um hábjartan dag og ég skal segja ykkur það að ég hef sjaldan orðið jafn hrædd í lífinu en samt fór ég beint út á leigu og tók Ringu 2 (japönsku útgáfuna), mér fannst hún bjánaleg. Ég get líka sagt ykkur það að ég á pottþétt eftir að horfa á Ring tvö en það verður gert á björtum degi um hásumar. Af hverju er ég að þessu?

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker