miðvikudagur, mars 16, 2005

Út fyrir endimörk alheimsins!!!
Húsnæðismál eru okkur hjónum hugleikin þessa dagana en það er með þetta eins og flísarnar á baðherberginu að við erum ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut. Þetta gekk svo langt að við ákváðum að salta þessi mál í bili eða skilja ella. Við ákváðum samt að gera lokatilraun til að ná sáttum og skoða hús sem ég hef hingað til ekkert viljað með hafa. Það er skemmst frá því að segja að húsið fer okkur ótrúlega vel og nú bíðum við með öndina í hálsinum. Það ætti að koma í ljós fyrir helgina hvort við munum flytja út fyrir endimörk alheimsins eða hírast áfram í allt of litlu húsnæði og klóra augun hvort úr öðru.

Nenni ekki getrauninni lengur enda nánast komið rétt svar, tréð góða hristi sig og hellti gulli og silfri yfir Öskubusku, hirðþjónninn á ballinu tilkynnti að dansinn mætti byrja og hljómsveitins brast í Dónárvals (minnir mig). Muniði ekki eftir þessu? Þetta var tvöfalt albúm, á hinni plötunni voru þær Rauðhetta og Mjallhvít. Ég hélt að þetta væri klassík.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker