miðvikudagur, mars 09, 2005

Við erum dálítið mikið að spá í að skipta um húsnæði núna en draumaíbúðin sem ég talaði um hérna um daginn reyndist of dýr svo að hún er ekkert í mínum augum... ekkert. Við nennum ekki að steypa okkur í svo brjálæðislegar skuldir að við gerum aldrei neitt annað en að borga af þeim og þess vegna erum við farin að líta í kring um okkur utan höfuðborgarsvæðisins. Ég skoðaði hús í gær sem mig langar að kaupa, það er næstum helmingi stærra en íbúðin okkar, þarf aðeins að gera við og við myndum örugglega ráða við það þrátt fyrir viðgerðirnar, gætum jafnvel bætt við okkur barni og farið til útlanda öðru hvoru. Ég var svo upptjúnuð eftir skoðunina í gær að ég svaf ekki nema rétt til málamynda og er þess vegna með alzheimer í dag. Hugsanlega er ég óþarflega rómantísk gagnvart þessu húsi svo að ég ætla að hafa einn og hálfan iðnaðarmann með mér að skoða það aftur. Vonandi má ég kaupa það.

5 ummæli:

Hildigunnur sagði...

mikið skil ég þetta vel

Ekki vildi ég vera að kaupa mína fyrstu íbúð eða þá að stækka við mig núna. Okkur langar mikið til að kaupa íbúðina uppi í risi og eiga þá allt húsið, en það er bara ekki þess virði fyrir basl í X ár!

Ljóta kjaftæðið sem húsnæðismarkaðurinn er orðinn!!!

Nafnlaus sagði...

Hvað langt út fyrir höfuðborgarsvæðið???
Árný

Nafnlaus sagði...

Hvað langt út fyrir höfuðborgarsvæðið???
Árný

Nafnlaus sagði...

Og hvar er þetta draumahús? :D

Nafnlaus sagði...

Bara hálftíma fjarlægð fyrir austan fjall.

 
eXTReMe Tracker