miðvikudagur, maí 18, 2005

Já, helgin er víst búin en hún var alveg dásamleg. Ótrúlegt að lenda í steikarpotti um miðjan maí. Líkaminn var samt ekki viðbúinn þessu og fyrri daginn heimtaði hann að kappklæða sig, flíspeysa, trefill, föðurland og ullarsokkar, ég get svo svarið að ég var með gæsahúð í andlitinu nánast allan laugardaginn. Þess vegna átti ég engan veginn von á þeirri sýn sem við mér blasti að sunnudagsmorgni, ég var sólbrennd í framan. Það var öllu hlýrra þann daginn, þið vitið hvernig það er í sveitinni, þá er ekki stuttbuxnaveður heldur brjóstahaldaraveður. Þannig var það.
Kjötið var gott og rauðvínið enn betra og að vanda tók ég lagið með góðu fólki. Ljómandi gott alveg.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker