mánudagur, júní 06, 2005

Það gleður mig ákaflega að það skuli vera líf í kommentakerfinu mínu þótt ég sé fjarverandi.
Ég er byrjuð að vinna í Þorpi Satans og er algjörlega upp á aðra komin hvað netið varðar, líklega verður það viðvarandi ástand fram í seinni hluta mánaðarins (eða hvað Litli?) en ætli ég reyni ekki að heilsa upp á ykkur þegar ég mögulega get, á sko helgarfrí og allt, a.m.k. stundum. Svo lofa ég að verða dugleg þegar ég er flutt og nettengingin komin í lag.
Af mér er það annars að frétta að ég er enn með hor og það er leiðinlegt. Ég er búin að tala með skríplarödd í mánuð og lagast bara ekki neitt. Er þetta löglegt?
Leibbalingurinn verður sex ára 9. júní og tekur við hamingjuóskum í kommentakerfinu (mínu eða hans, þær komast örugglega til skila).

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker