mánudagur, júní 20, 2005

Við erum flutt. Þvo, taka upp úr kössum, sparsla, mála, vinna, éta, sofa. Þetta er það sem líf okkar snýst um þessa dagana. Kisa tekur ekki þátt í vitleysunni og neitar að koma undan sólpallinum þrátt fyrir loforð um soðinn fisk og kjúkling. Hungrið hlýtur að knýja hana út einn góðan veðurdag.

Þakka ykkur annars fyrir kveðjurnar. Og nei Einar, afmæli lýðveldisins og Johnnys hefur ávalt fallið í skuggann af mínu.

Jæja, vildi bara kasta á ykkur kveðju, vinnan bíður.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker