þriðjudagur, október 18, 2005

það er víst tímabært að sýna eitthvað lífsmark.
Ótrúlegur fjöldi kvittaði og það er bara gaman að því. Ástæðan fyrir þessari heimtufrekju var sú að ég heyrði um óvæntasta fólk í fjölskyldunni og vinahópnum sem les en heimturnar voru ekki sérlega miklar á þeim vígstöðvum en þeim mun meiri á öðrum.

Lífið gengur sinn vanagang hér í Þorpinu, ekkert sérlega fréttnæmt kannski. Kórinn er byrjaður að æfa jólalög og ég á í harðri baráttu við jólafólið sem í mér býr, ég ÆTLA samt ekki að sleppa því út fyrr en í byrjun desember og beiti sjálfsdálleiðslu til þess að gleyma jólalögunum milli æfinga.

Fjölskyldulífið er gott og alls konar samningaviðræður eru í gangi, við erum jafnvel að komast að niðurstöðu um húsgögn í stofuna og smá fíniseringar sem nauðsynlegar eru.

Við vorum nokkur sem hittumst á bókasafninu í síðustu viku í þeim tilgangi að endurvekja leikfélag Þorpsins og erum nú þegar farin að huga að verkefnum vetrarins. Mér líður pínu eins og ég sé aftur komin í menntaskóla en samt ekki.

Ég er búin að hlusta mikið á nýju Franz Ferdinand plötuna og varð ekki fyrir vonbrigðum, hún er töluvert öðruvísi en fyrri platan, bæði harðari og blíðari og bara frekar góð. Reyndar leið síðasta vika í einhverju móki því að ég var meira og minna með þessa tónlist í eyrunum.

Ég get ekki opnað augun á morgnanna nema með aðstoð augndropa. Hvað á það að þýða?

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker