föstudagur, október 21, 2005

Það hefur margoft sýnt sig að blogg er merkilegt fyrirbæri og til margra hluta nytsamlegt.
Fyrir allmörgum mánuðum fékk Ágúst Borgþór* nokkuð sérstakan og forvitnilegan gest inn á kommentakerfið sitt. Ég elti þennan furðufugl inn á heimasíðu hans** og við tók spennandi lestur, það var samt augljóst að maðurinn var frekar veikur í höfðinu en hann var jafnframt áhugaverður. Síðar kom í ljós að Ágúst var ekki sá eini*** sem naut þeirra vafasömu forréttinda að "kynnast" manninum.

Ég veit fátt sniðugra en þetta.
Ágúst, varst þú með í plottinu eða ert þú jafn hissa og við hin?

*
** (einu sinni var meira efni á síðunni)
***

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker