miðvikudagur, mars 01, 2006

Lítil ninja fór í skólann í morgunn og hitti þar silvíur, spædermenn, nornir, púka og alla hina. Þegar hann kom heim var hann búinn að innbyrða tvö prinspóló, tvo sleikipinna, ís, fullt af karmellum, súkkulaði og öðru drasli. Ég efast um að hann hafi nokkurn tíma áður borðað svona mikið nammi á einum degi. Hell... höfum það einni viku.

Ég lagði mikla vinnu við að hanna öskudagsbúninginn minn í ár, ég gætti þess að greiða mér ekki eða farða, fór ekki í brjóstahaldara, valdi elstu og sjúskuðustu hettupeysuna mína og sjúskaðar gallabuxur og útkoman varð hrein út sagt fabulous. Typical sloppy housewife. Þetta verður seint toppað.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker