þriðjudagur, apríl 25, 2006

Við keyrðum töluvert um nágrennið og skoðuðum þorpin sem umkringja bæinn á alla vegu. Helst hefðum við viljað búa í einu slíku en við fundum ekki húsnæði sem hentaði okkur. Í næsta bæ við Northampton er risastór yfirbyggð skíðabrekka (eða hún virðist vera risastór utan frá séð) sem ég á pottþétt eftir að prófa. Við eyddum síðdegi í Lundúnum en gerðum svo sem ekkert merkilegt, tókum okkur reyndar far með "auganu" og sáum frægar byggingar úr fjarlægð, nánari skoðun bíður betri tíma enda nóg af honum framundan. Við eyddum páskadegi í dýragarði, sæljónin og birnirnir voru sætust, rándýru hamborgararnir voru ógeðslegir. Síðustu klukkutímunum í Englandi vörðum við í Oxford sem er líklega fallegasta borg sem ég hef séð. Ég á eftir að eyða miklum tíma þar á næstunni.

Eiginmaðurinn er ánægður í nýju vinnunni. Sonurinn telur það Englandi helst til tekna að þar er risastór dótabúð þar sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar fyrir brot af því sem það kostar hér heima. Ég get ekki beðið eftir að skoða bókabúðirnar og söfnin í rólegheitum. Allir ánægðir.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker